sunnudagur, 21. september 2008


Myndina hér að ofan sá ég fyrir ca hálfu ári síðan án þess að fá útskýringu hvað þetta væri. Þið getið séð stærra eintak ef þið smellið á hana. Eftirfarandi spurningar vöknuðu:

1. Af hverju heldur maður konu á meðan annar maður hellir yfir hana mjólk?
2. Af hverju er einn náunginn ber að ofan?
3. Af hverju eru þau í sturtuklefa eða í flísalögðu herbergi?
4. Af hverju er mjólkurhellarinn öskrandi?
5. Hver á hvaða hendi?
6. Hvaða bleyta er þetta á gula bolnum?

Ég held það hafi ekki verið fleiri spurningar.

Jú, kannski ein eða tvær:

7. HVAÐA SKRÍMSLI ER ÞETTA Á MYNDINNI?!
8. Af hverju er því haldið niðri á meðan mjólk er hellt yfir konu?
9. Hvaða svipur er þetta á því?
10. Af hverju er það alsbert?
11. Af hverju pissaði ég á mig við að sjá þessa mynd?

Núna, rúmu hálfu ári síðar hef ég komist að niðurstöðu.

Skrímslið heitir Joshua og er hann aðalhlutverk ljósmyndasýningar Charlie White, Understanding Joshua (Ísl.: Baldni folinn), sem fjallar um óöryggi karlmanna. Þessi mynd, sem heitir Getting Linsay Linton (Ísl.: Náun Linsay Linton) táknar semsagt óöryggi karlmanna. Það svarar öllum spurningunum hér að ofan.

Joshua er brúða og Charlie White er svokallaður geðsjúklingur.

Hér eru fleiri myndir úr sömu seríu:

Coctail party.
Fantasy.
Her place.
Ken's Basement.
Sherri's living room.

Sofið vel.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.