föstudagur, 12. september 2008

Í gærkvöldi spilaði UMFÁ, körfuboltalið mitt, vináttuleik gegn Laugvetningum sem komust upp úr 2. deild á síðasta vetri og munu því spila í 1. deildinni í vetur.

Lauvetningar unnu með rúmlega 20 stiga mun. Ef tekið er tillit til þess að í lið okkar vantaði nokkra lykil leikmenn og að það var lægð yfir landinu þá fást þau úrslit að við sigruðum með 3ja stiga skoti á lokasekúndu.

En nóg um leikinn. Meira um mig.

Ég stóð mig illa. Svo illa stóð ég mig að ef leikur minn væri erótísk spennumynd þá væri ég í hlutverki aðilans sem sleikir hringvöðvann. Nóg um það, að eilífu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.