föstudagur, 5. september 2008


Ég hef lagt það í vana minn síðustu vikur að leggja áherslu á staðhæfingar mínar með orðunum "4 realz", sem þýðist sem "í alvöru". Fyrir aftan þetta set ég svo upphrópunarmerki til að undirstrika alvarleikann. Dæmi um setningu:

Ég er alvarlega að spá í að gerast ofurhetja, 4 realz!

Nýlega sá ég að verðbólgan mælist 14,5% á ári. Það segir mér að á þessum tíma eftir ár yrði ég að segja "4,58 realz!" og eftir 2 ár, ef verðbólgan helst óbreytt (sem hún vonandi gerir) þá væri setningin mín komin upp í "5,24 realz!", sem er glatað.

Ég hef því ákveðið að skipta "4 realz!" út fyrir "í alvöru!" til að koma í veg fyrir misskilning. Takk Davíð Oddsson! 4 realz!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.