þriðjudagur, 15. júlí 2008

Orkan auglýsir þessa dagana "2ja krónu afsláttur á bensíni í Hafnarfirði. Spáðu í hvað þú sparar!"

Bensínlítrinn kostar venjulega 173,1 krónur en núna 171,1. Það gera um 1,15% afslátt! Vá takk Orkan!

Við að fylla 50 lítra bíl sparar maður um 100 krónur. Fyrirtækið mætti sleppa því að segja fólki að spá í hvað það spari.

Ég spara mér meira á því að sleppa að kaupa mér eitt súkkulaðistykki, sem ég geri auðvitað ekki.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.