fimmtudagur, 31. júlí 2008

Nokkrar fréttir:

* Ég get ekki hætt að kaupa og borða nýjustu skúffukökurnar frá Myllunni. Grínlaust; prófið þær. Ég er ekki í boði Myllunar, ennþá amk. Ég myndi þó gera hvað sem er fyrir Myllu skúffuköku.

* Ég er að vinna í nýju útliti fyrir þetta blogg. Næstum 6 ár með sama útlit er nóg í bili. Meira um það síðar.

* Í gær henti ég helmingi af Risa hrauni vegna nammiáhugaleysi. Ég hef pantað tíma hjá geðlækni til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.

* Ég fer ekki á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ekki frekar en í fyrra. Eða árið þar áður. Eða nokkurntíman. Ástæðan er sú að ég er ekki alkóholisti áhugamaður um áfengisneyslu. Fyrir utan að ég nenni því ekki.

* Að þessu sinni býð ég upp á 5 lög í einu! Þau eru hér að neðan.



1. Karmacoma - Massive Attack: Gamalt og gott. Erfitt að fá ógeð á þessu lagi.
2. Velvet Pants - Propellerheads: Var uppáhaldslagið mitt í gegnum menntaskólann.
3. Beggin - Frankie Valli & the four seasons: Gamalt lag sett í nýjan búning. Sturlað.
4. Everyday - The Field: Þægilegt lag sem auðvelt er að vinna við, dansandi.
5. Lebanese Blonde - Thievery Corporation: Rosalegt stef. Hundleiðinlegur söngur hinsvegar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.