föstudagur, 18. júlí 2008

Nýlega sá ég þessa auglýsingu í sjónvarpinu eða útvarpinu. Man ekki hvort.

Allavega, í auglýsingunni eru eftirfarandi starfstéttir sýndar drekka áfengi í vinnunni:

* Kranaverkamaður.
* Flugumferðarstjóri.
* Tannlæknir.
* Grunnskólakennari.

Þema auglýsingarinnar er "Bara einn", sem þýðir að allir væru að fá sér einn drykk í þessum aðstæðum. Svo er spurt "Finnst þér þetta í lagi?"

Ég skil vel að kranaverkamaðurinn gæti gert mistök fullur og drepið slatta af fólki.

Léttur flugumferðarstjórinn gæti sagt flugvél að lenda ofan á annarri eða eitthvað, sem væri vont (og smá fyndið).

Tannlæknir í glasi gæti borað augun úr sjúklingunum.

En hvað getur grunnskólakennarinn gert af sér undir áhrifum? Velt skrifborðinu sínu yfir krakkana? Kennt þeim Pýþagorasregluna í góðu skapi, jafnvel flissandi? Brotið vínglas á andliti einhvers krakkans?

Mér finnst næstum í fínu lagi að grunnskólakennarar drekki áfengi á meðan kennslu stendur. Ef ég væri að kenna fullt af krökkum alla daga þá væri ég án nokkurs vafa mjög drykkfelldur. Ef ekki drykkfelldur þá ofbeldishneigður.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.