sunnudagur, 29. júní 2008

Í gær braut ég odd af oflæti mínu og lét sjá mig á almannafæri, nánar tiltekið á tónleikum Sigur Rósar og Bjarkar í Laugardalnum. Hér má sjá myndir frá því. Heilar þrjár.

Sökum kulda og fleiri karaktereinkenna minna stoppuðum við Óli stutt við á tónleikunum og fengum okkur ís í staðinn. Eftir það tefldum við, enda laugardagskvöld.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.