sunnudagur, 1. júní 2008

Ég er haldinn þeirri einstaklega sérstöku áráttu að viðurkenna aldrei að hafa verið sofandi, ef ég er vakinn með símtali. Yfirleitt segist ég hafa verið nývaknaður og ekki kominn fram úr rúminu en í nótt kom ég með þá fáránlegustu hingað til.

Símtalið barst mjög seint eða kl. 04:00 ca og því erfitt að segjast hafa verið nývaknaður. Svona var samtalið ca:

Hringjandi: Hæ, Finnur?
Ég: ehh..já?
Hringjandi: Var ég að vekja þig?
Ég: Nei nei.
Hringjandi: Nú? Hvað varstu að gera?
Ég: Ehmm....ég var...að hérna...ehmm...ég var að hugsa.
Hringjandi: Hugsa?
Ég: Já, ég lá hérna og hugsaði.
Hringjandi: Ok, ég vakti þig semsagt.
Ég: Nei nei. Var að hugsa.
Hringjandi: Ég hringi bara á morgun.
Ég: Fínt.

Ég held hún hafi trúað þessu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.