miðvikudagur, 4. júní 2008

Þegar ég hef ekki frá neinu að segja þá finnst mér ágætt að bregða á það ráð að dansa fyrir fólk.

Það er því miður ekki hægt þegar kemur að bloggi, svo ég notast við næstbesta ráðið; að mæla með lagi.

En í þetta skiptið mæli ég ekki aðeins með lagi. Ég mæli líka með myndbandi. Sem betur fer er myndbandið við sama lag og ég ætlaði að mæla með. Ótrúleg tilviljun.

Allavega, lagið heitir Frontier psychiatrist og er með sprelligosunum í The Avalanches. Þið munið kannski eftir endurgerð lagsins hjá Sálinni hans Jóns míns en þá hét það Hey Kanína.

Myndbandið skartar allri hljómsveitinni á tónleikaferðalagi sínu um Grænland:

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.