laugardagur, 17. maí 2008

Síðastliðna nótt hugðist ég horfa á NBA leik kl 2:30. Þegar leikurinn var að byrja hugsaði ég „Ó boj hvað ég er þreyttur, ég efast um að ég lifi þetta af“.

Í þann mund lauk einhver stúlka söng á bandaríska þjóðsöngnum og þulurinn á Stöð 2 Sport sagði orðrétt:

Þetta var nokkuð vel sungið hjá henni. Ég efast um að Finnur Torfi Gunnarsson hefði getað gert betur.“

Fyrir þá sem ekki vita þá heiti ég einmitt þessu nafni. Mér finnst ólíklegt að lýsirinn Baldur Beck, góðvinur minn, þekki annan með þessu nafni.

Allavega, mitt lið tapaði og er úr leik þetta árið, svo haldiði kjafti.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.