fimmtudagur, 10. apríl 2008

Í morgun vaknaði ég og fékk strax stórkostlegar fréttir; ég er með trylltan hálsríg. Þetta eru góðar fréttir af því:

* Ég er orðinn mjög leiður á að þurfa að horfa til hliðar eins og fífl.
* Ég fæ þetta svala stjarfa útlit, eins og eitthvað sé fast í bakinu á mér... eða neðar.
* Risahraun og kók er talið lækna hálsríg í sumum löndum Afríku. Ég er mjög mikið fyrir óhefðbundnar lækningaaðferðir, amk þegar þær innihalda Risahraun.
* Sársaukinn sem fylgir hálsrígnum er viðbjóður, á góðan hátt.
* Ég er löglega afsakaður fyrir því að vera ber að ofan í dag. Peysan og bolurinn íþyngir hálsrígnum mínum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.