miðvikudagur, 2. apríl 2008

Hugsið ykkur árabát sem lekur. Í bátnum er maður með teskeið að reyna að losa vatnið úr bátnum áður en hann sekkur. Ekkert gengur. Jafnóðum og hann kemur einni teskeið af vatni fyrir borð skellur á hann stærðarinnar alda.

Skiptið manninum í bátnum fyrir krakkafíflið mig. Takið út bátinn og setjið andlega heilsu mína og í stað teskeiðarinnar kemur Microsoft Excel. Vatnið táknar svo verkefnin í vinnunni sem ég er að reyna að klára.

Skiptið svo aftur öllu út nema mér og setjið fyrir framan mig tölvuskjá þar sem ég grenja yfir því að hafa of mikið að gera í vinnunni.

Smellið svo á athugasemdir og skrifið eitthvað. Hvað sem er.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.