miðvikudagur, 23. apríl 2008

Í dag hefur eftirfarandi gerst í mínu lífi:

* Ég reyndi að horfa á Lindsey Lohan mynd. Ég entist í 7 mínútur og 13 sekúndur. Persónulegt met.

* Vöðvabólgan mín er orðin svo mikil að ég er alvarlega að spá í að hefja heróínferil, til að slá á sársaukann.

* Ég er með einn massaðasta þumalputta í heimi eftir að hafa skipt um stöð á sjónvarpinu 1.645 sinnum.

* Það leiðinlegasta sem ég get ímyndað mér er að vera veikur. Í 2. sæti er að láta hópnauðga mér af trylltum ótemjum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.