þriðjudagur, 4. mars 2008

Förum fljótt yfir sögu. Bíómyndir í bíóhúsunum:

Brúðguminn: Fín mynd. Mæli með henni til að rifja upp hvernig sumrin eru á Íslandi. Nekt. 2,5 stjörnur af fjórum.

Jumper: Ágætis afþreying. Alls ekkert meira. Übervísindaskáldsaga. 2 stjörnur af fjórum.

There will be blood: Allt í lagi mynd. Löng en þess virði. 2,5 stjörnur af fjórum.

Step up 2: Grín. Ég myndi frekar éta úr mér augun en fara á þessa mynd.

No country for old men: Svakaleg mynd. Einn svalasti vondi bói sem ég hef séð. 3,5 stjörnur af fjórum. Mæli með.

Into the wild: Góð mynd og falleg. Mjög löng og smá vottur af artí fartí viðbjóði, en það skemmir lítið fyrir. Góð tónlist. 3 stjörnur af fjórum.

Sweeney Todd: Verulega andstyggileg mynd. Mæli með henni aðeins fyrir mína verstu óvini. Söngvamynd. 0 stjarna af 4.

Rambo: Hausar springa af mönnum og Rambo tekur 5 manns með boga áður en þeir ná að verjast. Hvað þarf meira? 0,01 stjarna fyrir hvern morðsigur Rambo í myndinni. 250 stjörnur af 4. Mæli með fyrir pör.

Annars er ég lítið fyrir að fara í bíó. Þetta er meira fyrir unglingana.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.