þriðjudagur, 25. mars 2008

Það fer að nálgast 3 vikur síðan ég tilkynnti hvaða myndir ég hef séð í bíó. Löngu kominn tími fyrir uppfærslu:

Semi-pro
Will Ferrell leikur enn eina ferðina sama karakterinn. Sennilega eini karakterinn sem hann hefur leikið. Vond mynd, ófyndin og drepleiðinleg. En falleg.
Hálf stjarna af fjórum.

Horton hears a who
Fíll heyrir líf í rykkorni og þá hefjast ævintýrin. Hroðaleg mynd. Bæði ófyndin og heimskuleg. Boðskapur myndarinnar er verulega truflandi, sérstaklega þar sem þetta er stílað á börn; blind trú er af hinu góða.
Hálf stjarna af fjórum.

Be kind rewind
Hugljúf gamandramamynd um menn sem endurgera myndir til að koma í veg fyrir gjaldþrot. Jack Black er góður en restin er léleg og tilgerðarleg. Yfirþyrmandi væmni.
Ein stjarna af fjórum.

The Bucket list
Drama um tvo eldri menn sem fá krabbamein. Hljómar hræðilega en er nokkuð skemmtileg mynd. Morgan Freeman og Jack Nicholson eru góðir saman. Vonandi enda þeir saman (með myndavélina á lofti).
Þrjár stjörnur af fjórum.

Lars and the real girl
Maður hagar sér eins og smábarn og fær sér svo dúkku sem hann heldur að sé konan sín. Og fólk læsir hann ekki inni á geðsjúkrahúsi. Fyrirsjáanleg og sorgleg mynd. Vatnsglas skilur meira eftir sig.
Ein stjarna af fjórum.

Juno
Grallarastelpa með snaggaralegan orðaforða verður ólétt eftir töffara bæjarins. Hörkufjör á heimavist! Vel leikin, sæt mynd með dass af artí fartí viðbjóði. Sæmileg afþreying.
Tvær stjörnur af fjórum.

Þá hef ég lokið af öllum leiðinlegustu myndum ársins í bíó. Næst á dagskrá; skemmtilegar myndir.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.