fimmtudagur, 6. mars 2008

Þessum vinnudegi fer brátt að ljúka. Þá er tilvalið að fara yfir hann og koma með tilnefningar!

Heimskulegasta ákvörðun dagsins: Að sofa bara 5 klukkutíma í nótt og mæta í vinnuna. Þvílík eymd. Er 7 þreyttur af 10 mögulegum.

Flippaðasta stund dagsins: Þegar ég þvoði mér um hendurnar með tveimur mismunandi sápum í einu(!!!) sem voru staðsettar á salerninu.

Heilbrigðasta atvik dagsins: Þegar ég keypti banana og epli og appelsínusafa til að skola ávöxtunum niður með. Og labbaði á höndum úr mötuneytinu eftir að ég lyfti frystinum í dauðalyftu, óumbeðinn.

Óheilbrigðasta atvik dagsins: Þegar ég tróð kók og súkkulaði í andlitið á mér í eftirmat í hádeginu. Ég náði sem betur fer ekki að borða nema þriðjunginn, vegna óþolinmæði.

Vandræðalega stund dagsins: Þegar samstarfsmaður minn var að skoða klámvideo og setti hljóðið óvart á fullt, sem vakti athygli á hæðinni. Hann kenndi mér um, sem var að sjálfsögðu rangt (þar sem ég hafði vit á því að hafa hljóðið ekki á).

Letistund dagsins: Þessi færsla.

Hver vinnudagur er ævintýri.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.