laugardagur, 19. janúar 2008

UMFÁ sigraði ÍBV í dag 84-70 í stórskemmtilegum leik á Álftanesi. Hér eru nokkrir punktar:

* ÍBV sigraði UMFÁ í Eyjum í haust með 13 stigum. Við unnum þá með 14 stigum. Það þýðir að samtals erum við betri. Í alvöru.
* Ég spilaði nýja stöðu; SF, en hingað til hef ég spilað FC. Ef þið skiljið þetta ekki, kinkið bara kolli.
* Liðið hitti úr 26 af 32 vítum, sem er framför frá 5 af 20 í síðasta leik, um ca hellings prósent.
* Ég meiddist í nára rétt fyrir hálfleik. Ég spilaði þó aðeins í seinni hálfleik.
* Liðið sýndi fyrst og fremst að það er hægt að velja í lið eftir útliti og samt vinna leiki.
* Aldrei áður hafa jafn margir mætt á leik með UMFÁ. Það er talist tengjast síðasta atriði.

Að lokum er hér ca mín tölfræði, skrifuð eftir minni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.