fimmtudagur, 17. janúar 2008

Jónas skoraði á mig í dag í keppni um það hvor okkar væri staddur í stjörnufræðitíma.

Ég tók áskoruninni og tapaði keppninni naumlega, þar sem ég var ekki staddur í stjörnufræðitíma heldur í vinnunni en Jónas var í þessum umrædda tíma. Ég varð þó í öðru sæti, sem er ásættanlegt. Það sem olli tapinu var líklega að ég hafði ekki fengið mér morgunmat og var frekar þreyttur. Einnig hefði ég mátt leggja mig meira fram.

Ég óska Jónasi til hamingju með sigurinn. Næsta keppni við Jónas verður um það hvor okkar er yngri og fer hún fram á morgun. Ég hef þegar hafið undirbúninginn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.