þriðjudagur, 15. janúar 2008

Ég var ekki viss um að eftirfarandi færsla ætti heima á þessu bloggi en svo fór ég að hugsa; ef einhver manneskja á skilið að fá ritaða um sig færslu þá er það amma mín. Og ef eitthvað er tilefnið þá er það andlát.

Amma mín, Helga Gunnarsdóttir, dó í dag. Hennar tími var kominn. Hún hafði lifað góðu lífi og var orðin þreytt á veikindunum, svo ég býst við að hún sé fegin. Ég er það þó ekki, jafn eigingjarnt og það hljómar. Heimurinn er verri eftir fráhvarf hennar og ég mun sakna hennar mjög mikið. Betri og óeigingjarnari manneskju var ekki hægt að finna og skemmtilegri ömmu ekki hægt að ímynda sér.

Ég mun hugsa til hennar daglega hér eftir sem hingað til og sakna hennar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.