mánudagur, 17. desember 2007

Það virðist sem verulega hæg nettenging hérna heima sé að koma í veg fyrir að ég geti sett inn myndir frá teiti gærkvöldsins. Ég mun finna rót vandamálsins og eyða því með eldvörpu, áður en ég reyni að setja myndirnar aftur inn.

Þangað til verður sögustund að duga:

Í gærkvöldi var jólaglögg UMFÁ haldið í Golfskálanum á Álftanesi. Milli 15-20 manns mættu (30-40 manns í augum Víðis) og var snædd pizza, eins og í öllum hágæða jólahlaðborðum.

Því næst tóku við heimspekilegar umræður annars vegar og hinsvegar drykkjuspil. Til að gera langa sögu stutta þá sigraði Víðir drykkjuspilið á sannfærandi hátt. Í öðru sæti voru allir aðrir sem spiluðu en drápust ekki. Enginn sigraði í umræðunum en Guggur og Gutti unnu luftgítarkeppnina, sem þeir efndu til og dæmdu.

Fljótlega eftir klukkan 2 fóru menn að týnast heim eða niður í bæ. Talið er að miðbærinn hafi aldrei verið jafn þrútinn af kynorku og í nótt, þegar limafagrir körfuknattleiksmenn skriðu um göturnar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.