sunnudagur, 2. desember 2007

Í gær ætlaði ég að skoða bíla sem ég gæti keypt í stað Peugeot ruslsins sem ég á þessa stundina. Þá byrjuðu skrítnir hlutir að gerast.

1. Ég tók eftir að vélin hitnaði óvenju mikið. Ég fór því heim og bætti vatni á hann. Þá varð allt í lagi.
2. Allt í einu var orðið frekar lítið loft í öðru framdekkjanna. Ég fór á bensínstöð og bætti lofti í dekkið.
3. Þegar ég var alveg að koma að bílasölu varð bíllinn skyndilega bensínlítill. Ég snéri við og fyllti á tankinn.

Þá var klukkan orðin of margt og ég orðinn of seinn á körfuboltaæfingu. Ég dáist að útsjónarsemi bílsins.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.