laugardagur, 29. desember 2007

Í fyrradag tróð ég 100 krónum í spilakassa slefandi úr græðgi, vann 1.500 krónur og leysti þær út. Það er mitt framlag til góðgerðamála.

Í gærkvöldi notaði ég svo 1.000 krónur af þessum gróða í að kaupa mig inn í póker. Þar vann ég 2.300 krónur.

Þessar 100 krónur urðu þannig að 2.800 krónum á tveimur sólarhringum. Það gerir 2.700 prósent ávöxtun á þessum skamma tíma.

Ef ég held áfram að ávaxta fé mitt svona út heilt ár get ég mögulega aukið 100 krónurnar í 49.275.000 krónur! Það er 492.750 prósent ávöxtun. Óraunhæft er þó að ætla að ég geti verið svona heppinn aftur, hvað þá í heilt ár.

Ég sé hinsvegar eftir að hafa ekki lagt milljón undir í spilakassann og borgað um 10 milljónir inn í pókermótið. Þá væri ég á grænni grein.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.