föstudagur, 23. nóvember 2007

Tilviljanirnar eru of miklar þessa dagana til að ég geti orða bundist.

Dæmi 1.
Í gærkvöldi skrapp ég í Kringluna með Gylfa. Við lögðum á ca 3. hæð og þegar ég var nýstiginn úr bílnum heyrðist: "WOOT! Finnur?". Röddina átti Kolla systir sem var að koma úr bílnum fyrir aftan. Hún býr á Akureyri dags daglega og var í Reykjavík eftir rúnt sem fór úr böndunum.

Við röltum inn í Kringluna, þar sem Björgvin bróðir gengur úr verslun við innganginn, nýbúinn að vinna. Ekki nóg með það heldur gengum við hlið við hlið, fyrir einhverja fáránlega tilviljun, í góðan hálftíma áður en við fórum sitt í hvora áttina.

Dæmi 2.
Ég fór í ræktina í dag. Þar hitti ég kviknakinn Eirík Stefán. Eftir 2ja sekúndna spjall var mér litið til hliðar og sá þar Gugg, Óla Rúnar og Stebba Sturlu, sem allir eiga að vera að æfa körfubolta með mér. Þeir voru að hittast fyrir tilviljun líka. Við hlið þeirra var samstarfsmaður minn. Í ræktinni hitti ég svo Daða, sem einnig er að æfa körfubolta með mér. Einnig var þarna fullt fullt af fólki sem ég sá ekki andlitin á! Sennilega af því ég var ekki með gleraugun á mér né með linsur... eða sjón.

Dæmi 3.
Ég sá stelpu sem ég þekki klæða sig úr og fara í sturtu heima hjá sér, þegar ég sat í rólegheitum í bílnum mínum og fægði glerið í kíkinum mínum. Ég neita að trúa því að þetta sé tilviljun.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.