þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Í nótt dreymdi mig leiðinlegasta draum allra tíma. Í honum sat ég og horfði á mjög þurran viðtalsþátt, þar sem tekið var viðtal við mjög gamlan mann sem mumblaði bara eitthvað svo ekkert skildist hvað hann sagði. Inn á milli voru tónlistaratriði með gamla kallinum. Ekki nóg með þessi leiðindi heldur fann ég ekki fjarstýringuna og gat ekki hreyft á mér fæturnar. Ekkert rakvélablað var nálægt heldur. Ég sat því og horfði á þetta í marga marga marga klukkutíma.

Ég hef aldrei verið jafn feginn því að vakna í svitabaði, of seinn í vinnuna og með svo mikinn náladoða í öðrum handleggnum að ég gat ekki hreyft hann.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.