fimmtudagur, 22. nóvember 2007

Þið vitið hvað höfundur þessa bloggs gerði, hvað Finnur gerði? Hann fór og spjallaði við bílasölu (fyrir 22 mánuðum): „Eigum við ekki að fá okkur kaffi? Ræða málin?“ Og hvað varð úr því? Peugeot! Og bankareikningur hans er ennþá marinn og meiddur eftir þessa ferlegu uppákomu!

Bíllinn er bilaður. Það, eitt og sér, er ekki í frásögu færandi, nema af því hann er bilaður í milljónasta skipti síðan ég keypti hann. Hver viðgerð hefur kostað mig að meðaltali kr. 50.000 (kr. 40.000 í staðalfrávik). Reiknið heildarkostnaðinn. Skilið einnig 1.000 orða greinargerð um það hversu mikið drasl Peugeot bílar eru.

Skilið þessu dæmi fyrir mánudagsmorgunn. Talað verður við foreldra þeirra sem ekki skila dæminu á réttum tíma.

Ég lofa að selja bílinn um leið og ég kem honum í söluhæft ástand.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.