laugardagur, 17. nóvember 2007

Í hádeginu í gær fór ég með Óla í Kringluna að borða, sem ég geri mjög sjaldan. Þá tók við undarleg framvinda:

Sena 1: Í miðri röð á Sbarro.
Karakterar: Finnur, afgreiðslumaður og fólk í biðröð.

-Sena hefst-

Afgreiðslumaður: "Margarítasneið og kók?".

Finnur gapir yfir hugsanalestri afgreiðslumannsins.

Finnur: "Já!"
Afgreiðslumaður: "Við hjá Sbarro höfum ákveðið að bjóða þér upp á þetta. Gjörðu svo vel."

Finnur furðu lostinn. 2 sekúndum síðar fyllist hann vænisýki.

Finnur: "Af hverju?"
Afgreiðslumaður: "Af því þú hefur komið hingað alla daga í hádeginu í þessari viku og pantað það sama. Við verðlaunum góða viðskiptavini."
Finnur: "Nú? Ó boy. Takk!"

Finnur hleypur í burtu flissandi, áður en afgreiðslumaðurinn fattar mistökin.

-Sena endar-

Eftir einhverja hugsun um þetta og spurningar til Óla kom í ljós að þetta var rétt hjá afgreiðslumanninum.

Þetta gæti verið efni í raunverulega bíómynd. Ekki ósvipað Fight Club.

Ég mæli annars með Sbarro. Snilldarstaður og snilldarafgreiðslufólk.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.