þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Dagurinn í dag er merkilegur fyrir þær sakir að í morgun hvarf síðasta sólbrúnka sumarsins.

Ég er þá orðinn fullkomlega hvítur í framan og fylli því öll skilyrði hugtaksins "náfölur", ef undan er talinn talsvert stór (3 cm í radíus) brúnkublettur á hægra hnénu á mér, sem mig grunar að sé glóðarauga á kolröngum stað.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.