föstudagur, 26. október 2007

Síðustu helgi lék ég leik með Álftanesi gegn ÍBV í körfubolta, eins og margoft hefur komið fram (blogglægð). Eftir leikinn var ég skipaður Framkvæmdastjóri tölfræðiútibús Körfuknattleiksdeldar Ungmennafélags Álftaness. Þetta er þriðja staðan mín innan félagsins. Af virðingu við lesendur mína kýs ég að skrifa ekki hina tvo titlana.

Allavega, ég hef loksins skráð niður tölfræði leiksins, eða þá tölfræði sem ég fæ af þessum bölvuðu ruslskýrslur sem notaðar eru í íslenskum körfubolta.

Tölfræðina er að finna hér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.