föstudagur, 12. október 2007

Hér er gagnrýni dagsins:

Vinnan: Fjallar um vinnslu á tölfræði og uppsetningu skýrslna fyrir stjórnir og fundi. Í aðalhlutverki er ég og nokkrir vel valdir samstarfsmenn í aukahlutverkum. Nokkuð vel leikinn dagur. Afgreiðslustelpan sem veit alltaf hvað ég fæ mér kom sterk inn og lífgaði upp á annars dauft handrit. Dagurinn, sem er leikstýrt mjög illa, endaði snögglega klukkan 15:00 á þeim nótum að aðalhetjan tók sér frí út daginn.
Tvær stjörnur af fjórum.

Draumur: Framhald af vinnunni (sjá að ofan). Eftir vinnuna leggur aðalhetjan sig og dreymir ferð austur. Draumurinn er hálfgerð martröð. Illa samsett handrit og óhugnarleg atriði valda því að ég gekk út úr þessum draumi.
Hálf stjarna af fjórum.

Keila: Um kvöldið var farið í keilu. Í aðalhlutverki voru ég, Helgi bróðir, Björgvin bróðir, Svetlana spúsa Björgvins og Elmar Logi, auk nokkurra aukahlutverka (afgreiðslustelpa, öryggisverðir og spilendur á næstu braut). Vel leikið atriði sem endaði á því að ég hrósaði sigri með því að renna mér niður eina brautina ber að ofan. Óvæntur endir. Fjórar stjörnur af fjórum.

Í heildina fínn dagur að baki. Meira svona. Fram með höfundinn!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.