miðvikudagur, 10. október 2007

Í gærkvöldi ákvað ég, eftir að hafa sofnað í sófanum og misst af öllu því sem ég ætlaði að horfa á (Nágranna), að fara í samfesting, setja á mig öryggisgleraugu og mála eitt stykki listaverk.

Þegar kvöldinu var lokið hafði ég klárað tvær myndir. Hér að neðan er sú seinni:



Þessi mynd táknar það svartnætti sem blasir við með hækkandi stýrivöxtum og hvernig það getur haft áhrif á grundvöll alls lífs (jörðin). Eftir liggur auðnin og eyðileggingin eftir fjármálastefnu seðlabankans. Það, og að ég þurfti að klára málninguna sem var afgangs eftir fyrri myndina, sem er ekki fólki með augu bjóðandi.

Myndin selst á 149 krónur, eða hæstbjóðanda.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.