laugardagur, 22. september 2007

Í gær var bakkað á mig í annað skipti á undir tveimur vikum. Ég var að bíða á ljósum, sallarólegur, öskrandi með einhverju lagi þegar sendiferðabíllinn fyrir framan mig tók upp á því snjallræði að bakka bílnum af engri ástæðu.

Ég hef aldrei verið góður í að gera tvennt í einu, sérstaklega ekki undir pressu. Ég reyndi að finna bakkgírinn og flautuna samtímis. Fann bara útvarpið. Það gerði ekkert gagn og sendibíllinn bakkaði á mig.

Sem betur fer var hann með dráttarkrók sem stoppaði á númerplötunni og bíllinn beyglaðist ekkert. Ég bognaði samt talsvert andlega.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.