mánudagur, 3. september 2007

Ég var í þann mund að fara að sofa í hausinn á mér þegar ég mundi svolítið í heilann á mér og ákvað að blogga smá í puttana á mér.

Svo virðist sem ég hafi fengið 152 stig í keilu í kvöld. Þetta er minn lang næstbesti árangur.

En nóg um það. Ég ætla að tannbursta mig í tennurnar á mér, þar sem ég er nýbúinn að borða umtalsvert magn af vöfflum í andlitið á mér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.