laugardagur, 1. september 2007

Á fundi fjármálaráðgjafa vefsíðunnar Við Rætur Hugans var tekinn fyrir VISA reikningur sem barst ritstjóranum í vikunni. VISA reikningurinn er svo hár að ráðstafanir þurfti að taka.

Héðan í frá geri ég aðeins hluti sem eru ókeypis. Hér er fullkomlega tæmandi listi yfir allt sem er ókeypis í þessu überkapítalista hagkerfi:

* Ég er ekki með neinn kynsjúkdóm. Ekki einu sinni alnæmi, sem kemur þægilega á óvart. Það er ókeypis að fara í kynsjúkdómatékk.

* Það er ókeypis að taka hvaða vöru sem er úr verslunum, svo lengi sem öryggisverðir ná þér ekki. Mæli alls ekki með þessu, enda hef ég aldrei stolið neinu úr verslunum nema hjörtum afgreiðslumanna (og næstum stundum kvenna).

* Að tala við sjálfan sig er ókeypis. Ég hef kynnst sjálfum mér mjög vel undanfarið. Kemur á óvart hvað ég er andfúll.

* Að spila póker á netinu er ókeypis, ef maður er heppinn. Í gær vann ég 66 dollara nettó.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.