fimmtudagur, 13. september 2007

Gylfi og Björgvin, þeir kunn' að lif' og leika.
Eins og sést á myndinni að ofan eru flutningar mínir í Hafnarfjörðinn afstaðnir. Reyndar sést ýmislegt annað á myndinni en að flutningar séu afstaðnir. Eitt atriði af eftirfarandi á við hana:

* Á henni eru aðstoðarmenn mínir í flutningunum; Gylfi og Björgvin að þykjast ekki hafa verið nýbúnir að kyssast. Vandræðalegt.

* Björgvin kvartaði yfir því að þurfa að halda á ísskápnum einn í íbúðina, þannig að Gylfi tók Björgvin og ísskápinn, eins og sést á myndinni. Á myndina vantar ísskápinn.

* Ég bað Gylfa um að taka lítið borð í íbúðina en honum fannst ég segja "taka Björgvin í íbúðina" og því fór sem fór.

Ef þið eruð með eitthvað að segja um þessa mynd; tjáið ykkur í athugasemdum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.