þriðjudagur, 28. ágúst 2007

Takið eftir einu næst þegar þið farið í bíó, ef þið farið einhverntíman í bíó:

Íslenskar bíómyndakynningar eru þær bestu í heiminum. Þær innihalda flestar amk 6-7 af eftirfarandi atriðum:

1 skrítinn náungi.
1 skrítinn náungi að segja eitthvað óhugnarlegt.
1 sena sem inniheldur eld.
2 setningar öskraðar.
1 stelpa sem er mjög reið.
1 hótun.
2 gervilegir hlátrar.
15 setningar frá amk 5 mismunandi karakterum.
1 maður á nærbuxunum, mögulega skrítinn náungi.
2 dramatíkur.
1 illa farið hús.

Þessu er svo öllu hrært í einn graut og hnoðað saman í kynningarbrot, svo áhorfandinn viti örugglega ekkert um hvað myndin er. Nýjasta dæmið um svona kynningu er fyrir myndina Veðramót (sjá að neðan).

Mæli mjög með því að fólk mæti tímanlega til að sjá þessa kynningu. Eða sjái hana hér að neðan:



Ef þið farið ekki í bíó, ekki taka eftir þessu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.