Í fréttum er þetta helst:
* Í gær svaf ég í 15 klukkustundir samtals. Það gera 62,5% af deginum og ca 9% af vikunni.
* Ég man nánast ekkert frá gærdeginum, þar á meðal engin símtöl og engar bílferðir.
* Ég stend í flutningum þessa dagana. Verð að vera fluttur út 20. ágúst. Þá flyt ég tímabundið til pabba eða til 6. september, þegar ég flyt í íbúð í Hafnarfirði.
* Ég var að koma úr bíó af myndinni Planet Terror. Terror er rétta orðið. 0 stjörnur af 4. Meira um það síðar.
Að lokum er hér listi yfir hluti sem mig mun vanta þann 6. september í nýrri íbúð:
* Sjónvarp.
* Skrifborð.
* Eldhúsborð og stóla.
* Gullbakklóru, skreytta demöntum.
* Ca kr. 1.500.000 í reiðufé.
* Þurrkari.
Ef einhver ætlar að fleygja einhverju af þessu, láttu mig vita áður. Ég vil vita hvar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.