mánudagur, 13. ágúst 2007

Þetta er búinn að vera sérkennilegasti dagur ársins fyrir mig. Ég tók frí til hádegis (á inni sumarfrí) og svaf frá miðnættis til hádegis. Þá mætti ég til vinnu, þar sem ég var steinsofandi. Þaðan fór ég beint heim klukkan ca 18:00, þar sem ég sofnaði til klukkan 21:00.

Þá tók við að pakka aðeins niður, þar sem ég flyt héðan í lok viku. Svo settist ég fyrir framan sjónvarpið og steinsofnaði.

Ég vaknaði rétt í þessu, klukkan 1:00 að nóttu og löngu kominn tími til að fara að sofa.

Samkvæmt símanum mínum hringdu í mig 6 manns í dag. Ég man ekki eftir þeim samtölum. Biðst velvirðingar á því.

Þreytudagurinn mikli að baki. Á morgun verð ég aftur ég sjálfur. Ég lofa.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.