fimmtudagur, 19. júlí 2007

Ég var að eyða myndum úr myndasafninu, sem ég tapaði næstum fyrir tilstilli klaufaskapar fyrir nokkrum mánuðum síðan, og rakst á tvær myndir sem mér fannst bæði rómantískar og sérstakar.



Þessi mynd sýnir hversu rómantískur ég get verið. Til að fá rauðari lit á drullupollahjartað drap ég lítið dádýr og kreisti blóðið úr því í pollinn. Það hafði lítil áhrif. Það sem maður gerir ekki fyrir ástina.



Þessi mynd er tekin þegar risastór, bleik skjaldbaka kom fljúgandi yfir Reykjavík síðasta haust. Enginn lét lífið en þriggja er enn saknað.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.