fimmtudagur, 26. júlí 2007

Ég hef verið að gæla við (með tungunni) þá hugmynd að kaupa mér agnarsmáa íbúð í haust í stað þess að leigja fyrir andvirði eins handleggs á mánuði í Reykjavík.

Allavega, ég fór í greiðslumat hjá Íbúðalánasjóði til að sjá hversu stórt lán ég geti tekið fyrir íbúð og fékk niðurstöðu: Ég hef efni á að kaupa mér skó að verðmæti kr. 3.500 næstu 40 árin.

Látið mig vita ef þið vitið um góða skó, helst í 105 hverfinu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.