mánudagur, 9. júlí 2007

Í Blaðinu, einhvern dag vikunnar, er sérstakur konuhluti þar sem m.a. er tekin fyrir "kona vikunnar". Ég mótmæli þessu. Ég vil jafnrétti.

Ég skipa sjálfan mig hér með konu vikunnar og svara spurningalista Blaðsins:

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítil?
Orkumikill, fullur af lífskrafti og bjartsýni. Ég var heimskt barn.

Ef ekki hér, þá hvar?
Á moggablogginu.

Hvað er kvenlegt?
Sköp (Gott skap og vont skap t.d.). Öðrum orðum: Andlegt ójafnvægi.

Er munur á körlum og konum, og ef svo er, hver er hann?
Nei, konur og karlar eru nákvæmlega eins, bæði andlega og líkamlega. Hver sá sem segir annað er karlremba.

Er jafnrétti náð?
Eftir að ég svara þessum lista, já.

Hvað skiptir þig mestu máli í heiminum?
Að lifa af.

Helstu fyrirmyndir?
Hlédrægt fólk.

Ráð eða speki sem hefur reynst þér vel?
"Haltu kjafti" hefur reynst mér vel.

Uppáhaldsbók?
Wikipedia netbókin.

Draumurinn þinn?
Að verða skuldlaus.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.