þriðjudagur, 20. mars 2007

Ef mælikvarðinn yfir leti væri hversu oft maður rakar sig á ári, tekið mið af skeggvexti, skeggtískunni og annarra ómerkilegri atburða og því lægri tala, því latari er viðkomandi, þá væri ég hátt skráður á lista latra. Ég var að raka mig í fimmta sinn á árinu. Í þetta sinn var liðinn tæpur mánuður síðan síðast. Ég hef aldrei séð svona mikið af hárum framan í einni manneskju. Aldrei aftur! Héðan í frá raka ég mig á 3ja vikna fresti og ekkert múður.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.