miðvikudagur, 7. febrúar 2007

Rannsóknir* hafa sýnt að enginn þolir fólk sem montar sig. Þess vegna ætla ég ekki að skrifa um sigurför mína um pókerheima internetsins í kvöld þegar ég sigraði hvert mótið á fætur öðru og vann mér inn 43,5 dollara nettó eða um kr. 3.000. Það gera 24 krónur eftir skattgreiðslur.

Þess í stað ætla ég að tala um ævintýraferð mína í Bónus í dag. Ég ætla þó að sleppa þeim kafla í ævintýraferðinni sem kallast "Geðsjúklingur í strætóskýli" sem fjallar um konu sem missti vitið í strætóskýli við Kringluna og var haldið niðri þar til lögreglan mætti, af því mér finnst það ekki sanngjarnt fyrir aumingja, slefandi geðsjúklinginn.

Allavega, ég keypti kleinuhringjapoka sem ber heitið "Bónus 5 stykki kleinuhringir". Þegar ég kom heim, kom í ljós að í pokanum voru 6 stykki kleinuhringir. Að lokum ætla ég að sleppa því að spyrja þeirrar spurningar hvort fljótfærni Bónusmanna og sparnaðaraðgerðir valdi því að ekki sé hægt að ráða fólk sem kann að telja til að framleiða vörur fyrir þá. Að spyrja að því á internetinu væri ósmekklegt og óviðeigandi þar sem Bónus er fyrirtaksverslun.

Allavega, 20% fleiri kleinuhringir þýðir 20% meiri óhollusta fyrir mig. Húrra! Ævintýradeginum er lokið.

*Rannsóknir mínar. Háóvísindalega framkvæmdar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.