föstudagur, 9. febrúar 2007

Hvað er andstæðan við hrós? Óhrós?

Jæja, ég vil gefa óhrós til Sirkus sem fylgir Fréttablaðinu á föstudögum. Sirkus á að höfða til unga fólksins. Ef marka má forsíðu Sirkus í dag mætti draga þá ályktun að Sirkus höfðaði til fólks sem horfir á umræðuþætti og hlusta á kóra (aldurshópurinn 55-75 ára en ekki 12-35 ára).

Hér má sjá forsíðuna. Fyrir þá lesendur með hlekkjaóþol, skal ég lesa fyrirsagnirnar á forsíðunni upp:

1. Kórstjórinn Óskar Einarsson hugsar vel um heilsuna. 14 armbeygjur á annarri hendi. [Auh! Miðaldra kórstjóri sem hugsar um heilsuna. Er hægt að ímynda sér eitthvað meira spennandi í þessu lífi?]
2. Á leið til London. X-faktor-kynnirinn Halla Vilhjálmsdóttir hyggst bregða búi á næ[s]tu mánuðum og flytja til London til að freista gæfunnar. [Vá!]
3. Steingrímur og Þórhallur. Þáttastjórnendurnir, sem berjast um hylli sjónvarpsáhorfenda á hverju kvöldi, halda báðir með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. [Það er þrennt í þessu lífi sem mér finnst óspennandi að lesa um; íslenska spjallþáttastjórnendur, tíðahvörf miðaldra kvenna og enska boltann]

Gríðarlega spennandi tímarit, Sirkus.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.