sunnudagur, 11. febrúar 2007

Ég sit hérna og spila póker við fólk allsstaðar að úr heiminum í gegnum internetið um leið og ég horfi á leikmenn spila körfubolta í NBA deildinni í USA í sjónvarpinu, nokkrum sekúndum eftir að hann er leikinn.

Ég er að tapa í pókernum og myndin í sjónvarpinu frýs í 2-3 sekúndur á nokkra mínútna fresti.

Tæknin í dag er ömurleg.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.