fimmtudagur, 4. janúar 2007

Völvuspá eru merkileg fyrirbæri. Glórulaust kjaftæði nánar tiltekið og ég vona að fólk lesi þær meira sem glórulaust grín en alvöru.

Um jólin kom út Völvuspá Vikunnar og ég las ruglið á gamlársdag. Áhugaverðasti spádómurinn er eftirfarandi (kvót eftir minni):

"Ég sé ekki að þeir þori að taka Saddam Hussein af lífi á næsta ári, réttarhöldin munu ganga fram eftir árinu [2007]."

Mjög áhugavert. Sérstaklega þar sem Saddam Hussein var myrtur 30. desember 2006, áður en árið 2007 byrjaði. Glæsilegur árangur! Eða mjög gott grín.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.