miðvikudagur, 10. janúar 2007

Um daginn gagnrýndi ég helgina. Nú gagnrýni ég myndirnar sem ég hef séð síðustu daga:

Hvenær: Miðvikudagskvöldið 3. janúar klukkan 20:00.
Hvar: Laugarásbíó.
Með hverjum: Frændunum Gylfa og Guðna.
Mynd: Pick of destiny.
Söguþráður: Tveir hæfileikaríkir, en glataðir, tónlistarmenn reyna að finna Gítarnögl örlaganna til að vinna smá söngkeppni til að borga leiguna.
Leikur: Jack Black og [Tenecious D - Jack Black = X] leika aðalhlutverk. Báðir leika ágætlega, þó það sé algjört aukahlutverk.
Skemmtanagildi myndar: Mjög skemmtileg mynd enda Jack Black, að sögn, einn skemmtilegasti maður í heimi.
Annað: Myndin er mjög fyndin. Í henni koma fullt af frægum aðilum í gestahlutverk eins og Dave Grohl sem leikur djöfulinn.
Einkunn: 3 stjörnur af fjórum.

Hvenær: Sunnudagsmorgunn 7. janúar klukkan 02:00.
Hvar: Heima hjá mér.
Með hverjum: Einn með Tralla táslu sem ég spjallaði talsvert mikið við yfir myndinni.
Mynd: 2001: A Space Odyssey.
Söguþráður: Dularfull súla finnst á tunglina í fjarlægri framtíð (árið 1998 eða 1999). 18 mánuðum síðar er farið í ferð til Júpiter. Fjör á leiðinni.
Leikur: Varla neinn leikur. Fínn, býst ég við.
Skemmtanagildi myndar: Í algjöru lágmarki enda um hámenningarmynd að ræða.
Annað: Söguþráðurinn er áhugaverður. Myndin er hinsvegar langsótt, langdregin og löng. Ég gleymdi að setja á mig hámenningarpípuhattinn áður en ég horfði á myndina og því hálf leiddist mér. Endirinn er svo fullkomlega glórulaus að ég varð reiður. Meiddi Tralla táslu í rifrildi við hana í kjölfarið.
Einkunn: Ein og hálf stjarna af fjórum.

Hvenær: Sunndagskvöldið 7. janúar klukkan 20:00.
Hvar: Háskólabíó, stóri salur.
Með hverjum: Björgvini bróðir.
Mynd: Children of men.
Söguþráður: Árið er 2027. Ekkert barn hefur fæðst á jörðinni í 18 ár. Söguhetja myndarinnar ákveður að samþykkja að aðstoða gamla kærustu við að koma útlendingi inn í landið, eða út úr því. Man ekki alveg. Upphefst hörkufjör.
Leikur: Leikurinn er fínn.
Skemmtanagildi myndar: Myndin er gríðarlega vel gerð og flott, sem veldur því að það verður gaman að horfa á. Lítið er um sprell.
Annað: Skemmtileg framtíðarsýn fyrir þá sem spila Counter strike. Leiðinleg framtíðarsýn fyrir alla aðra. Skemmtileg og flott mynd engu að síður.
Einkunn: Þrjár stjörnur af fjórum.

Hvenær: Þriðjudagskvöldið 9. janúar klukkan 01:00.
Hvar: Heima hjá mér.
Með hverjum: Björgvini bróðir.
Mynd: The Night listener.
Söguþráður: Útvarpsmaður talar við dreng í síma sem hefur verið misnotaður frá unga aldri af foreldrum sínum. Hann vill hitta hann.
Leikur: Robin Williams leikur aðalhlutverkið. Mjög góður leikari. Aðrir leikarar standa sig vel, að mínu mati.
Skemmtanagildi myndar: Mjög lágt. Róleg mynd sem byggist á daufum samtölum. Ekkert fyndið, spennandi eða óvænt gerist og hún er fyrirsjáanleg, svo ekki sé meira sagt. Leiðinleg mynd.
Annað: Myndin er, sem betur fer, aðeins 81 mínúta.
Einkunn: Hálf stjarna af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.