laugardagur, 20. janúar 2007

Ég hef opnað blogg á Morgunblaðsvefinum. Hér má sjá það. Á nýja blogginu verða sennilega allar myndirnar mínar vistaðar í framtíðinni.

Til að byrja með verð ég með bæði bloggin í gangi í einu. Svo, ef moggabloggið gengur vel, þá skipti ég yfir á það algjörlega. Ég mun þó tilkynna það sérstaklega.

Ég á enn eftir að bæta við hlekkjum á nýja bloggið. Hér eru reglurnar varðandi hlekki á það:

* Þeir sem hlekkja á þessa síðu nú þegar eða munu hlekkja á moggabloggið fá hlekk til baka.
* Þeir sem biðja um hlekk í athugasemdum fá hlekk.
* Þeir sem fórna hálfum lítra af kóki og Risahrauni til jólasveinsins fá hlekk. Ég hef milligöngu í fórnuninni.

Endilega gefið álit ykkar á nýja blogginu í athugasemdum, skoðanakönnuninni á nýju síðunni eða með því að skrifa um það á ykkar bloggi, jafnvel senda inn grein í Fréttablaðið/Blaðið/Moggann.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.