þriðjudagur, 12. desember 2006

Nýlega setti ég athugasemdirnar aftur inn eftir ca 9 mánaða pásu frá þeim.

Í kjölfarið fór ég að efast um að fólk kynni að meta athugasemdirnar og var að hugsa um að henda þeim út aftur. Ég hugsaði fram og aftur um það hvernig hægt sé að mæla hversu vel fólk kynni að meta þessa breytingu en mér datt ekkert í hug.

Einn daginn, í morgun nánar tiltekið, lá ég í rúminu og hugsaði hvernig ég gæti komist að þessu þegar Kapteinn Tölfræði kom inn um gluggann hjá mér. Hann var með lausn! Hún er ofureinföld en skilvirk:

Janúar 2006 (síðasti fulli athugasemdamánuður)
Athugasemdir skráðar: 190
Athugasemdir á dag: 6,13

Desember 2006 (fyrstu 12 dagarnir)
Athugasemdir skráðar: 74
Athugasemdir á dag: 6,17

Niðurstaða: Athugasemdafjöldi á dag hefur haldist óbreyttur. Fólk kann því að meta breytinguna.

Takk Kapteinn Tölfræði!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.