miðvikudagur, 22. nóvember 2006

Ég horfi oftar en ekki á raunveruleikaþáttinn The Biggest Loser á Skjá einum og hef gaman af, sérstaklega í ljósi þess að þarna græða allir og þá er ég ekki að tala um peningagróða. Þættirnir fjalla um feitt fólk sem eru að læra heilbrigðan lífstíl og keppa um hver missir mesta hlutfallslega þyngd.

Allavega, ég tek eftir því í lok hvers þáttar eru þátttakendur mældir og prósentan sýnd sem þeir hafa tapað. Það mesta sem ég hef séð var um 4% eftir að hafa djöflast í ræktinni í heila viku.

Fyrir rúmri viku síðan mældi ég mig í ræktinni eftir að hafa mætt tvisvar þá vikuna (í stað þess að mæta fjórum sinnum). Ég hafði lést um 4 kg.

Mér reiknast að þetta sé 4,88% létting og ég er því stærsti taparinn þessa vikuna. Allt með því að sleppa ræktinni tvisvar sinnum.

Betra að taka það fram að ég er í ræktinni til að þyngja mig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.