sunnudagur, 26. nóvember 2006

Ég gerði eitt í dag sem ég hef aldrei gert áður.

Ég hjólaði í ræktinni, sem ég hef gert nokkrum sinnum.

Ég hjólaði í ræktinni og hlustaði á tónlist úr mp3 spilara, samtímis, sem ég hef líka gert nokkrum sinnum.

Ég hjólaði í ræktinni, hlustaði á tónlist úr mp3 spilara og horfði á skák í sjónvarpinu, allt samtímis, sem ég hef ekki gert áður og efast um að nokkur maður hafi nokkurntíman gert um ævina.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.